Fréttir

Útgáfuhófið föstudaginn 7. nóvember

Atburdur

Þann 7. nóvember var Útgáfuhóf í Bókasafni Reykjanesbæjar við Tjarnargötu.

Útgáfuhóf val haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, föstudaginn 7. nóvember s.l. Saga Lögreglunnar í Keflavík er glæsilegt verk og hefur að geyma æviskrár lögreglustjóra og lögreglumanna sem starfað hafa í Keflavík auk upplýsinga um stjórnsýslubreytingar og frásagna eldri og yngri lögreglumanna af starfinu. Lögreglan var áberandi í bókasafninu af þessu tilefni. Boðið var upp á kaffi og tónlist, lesnir voru valdir kaflar úr bókinni og ritnefnd áritaði hana fyrir þá sem þess óskuðu. Lögreglufélag Suðurnesja fagnar 65 ára afmæli sínu í desember og markaði útgáfuhófið upphaf afmælisfagnaðarins.

Geiddar bækur eru afhentar á eftirtöldum stöðum:

Reykjanesbæ: Afgreiðslu Lögreglunnar á Suðurnesjun Brekkustíg 39. IIh.
Reykjavík: Blómastofa Friðfinns Síðumúla 20,
Einnig verður bókin til sölu í Netto.

Bókin kostar Kr. 7.500.- en fæst tímabundið með 20% afslætti.
Ef óskað er, má fá bókina senda gegn aukagjaldi Kr. 1.000,-

 

Bókin Saga Lögreglunnar í Keflavík

Keflog

S. Stefánsson & Co. ehf., tók að sér útgáfu bókarinnar en Lögreglufélag Suðurnesja
sér um kynningu og dreifingu. Einar Ingimundarson tók saman.
Bókin er 200 blaðsíður, frásagnir, fróðleikur og æviskrár.
Ábyrgðarmenn eru lögreglumennirnir Karl Hermannsson og Jóhannes Jensson.
Bókin er komin úr prentun og dreifing byrjar 7. nóvember 2014.

Kynnig hjá Ættfræðifélaginu

Laugardaginn 1. nóvember kl. 13-15 bókarkynning hjá Ættfræðifélaginu í Reykjavík.

Sjá einnig fréttir á Facebook síðunni Saga lögreglunnar í Keflavík

Einar Einar Ingimundarson tók saman efni bókarinnar

Ritnefnd Ritnefndin

Ganga Mynd úr bókinni

Bókin Sér-innbundið sýningareintak bókarinnar

Hægt er að kaupa bókina í forsölu hér á vefsíðunni.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Mótorhjól I - DVD

Lokið var við gerð fræðsludisks um mótorhjól á árinu 2010 og kemur hann væntalega á markað í apríl. Diskurinn verður fáanlegur í netsölu og á bensínstöðvum N1.
Efnið er fjölbreytt, allt um verklegt mótorhjólanám og tæknilegur fróðleikur um mótorhjól og aksturs-aðferðir sett fram af fagmönnum á skýran og myndrænan hátt. Nauðsynlegt efni fyrir byrjendur og einnig fyrir vana ökumenn sem vilja ná betri hæfni.

Umsögn yfirlögregluþjóns:

GeirJon

Allir þeir fræðsluþættir sem teknir eru fyrir í myndbandinu eru afar vel útfærðir,
upplýsandi og mjög fræðandi.
Tel allt fræðsluefnið koma sér vel fyrir þá sem hugsa sér að taka bifhjólapróf
og ekki síst mjög gott fyrir alla bifhjólamenn til upprifjunar.
Hef ekki áður séð á einum stað svo yfirgripsmikið fræðsluefni fyrir bifhjólamenn
eins og í þessu myndbandi. Mín niðurstaða er sú að allir verðandi og núverandi
bifhjólamenn þurfi að eignast þetta fræðslumyndband.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn

Youtube

Demo MP4 Stutt kynning á efni disksins.
YouTube - Smellið á myndina..

 

 

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Jakki

S.Stefánsson & co tók að sér að hanna og láta sauma nýja leðurjakka fyrir mótohjóladeild lögreglunnar.
Hér sést Kristján F. Geirsson lögreglumaður í lögreglu Suðurnesja
við eftirlit á Reykjanesbrautinni.

 

 

 

 

Home < Forsíða